Wednesday, April 18, 2012

Tælenskar núðlur

Núðlur
1.tsk sesamolía
2.tsk venjuleg olía
1.tsk hakkaður hvítlaukur
1.tsk hakkað engifer
1.lítill skorin laukur
1.stór gulrót skorin í lengjur(gott að nota bara rifjárn)
1 og hálfur bolli Hvítkál rifið niður
1.paprika
baby corn 8 lítil
1-2 egg
Hálf tsk svartur pipar
2.tsk soya sósa
1.tsk hvítt edik
Hoisin souse 1-2 tsk
Red Chilli Sauce (Sambal)-1tsk
Púrrlaukur


Núðlurnar eru eldaðar eftir leiðbeningum á pakka ( mér finnst best að nota eggjanúðlur)
Skolaðar með köldu vatni og 1.tsk af sesamolíu blandað saman við þær.
2 tsk af olíu eru hitaðar á háum hita,Hvítlauknum og engiferinu er blandað saman á pönnuna og steikt í 30 sek.
Næst laukur, og steikt í 30 sek. Bætið gulrótunum útá og leifið þeim að steikjast aðeins.
Bæta útá hvítkáli,papriku,og baby corns..leyfið að malla í ca 1.mín.
ýtið grænmetinu til hliðar á pönnuni og gerið smá pláss öðru megin, skellið þar einu eggi og steikið og hrærið í því þar til það er tilbúið og blandið því svo saman við grænmetið.
Kryddið með svörtum pipar
Bætið við edikinu,soya sósuni,hoisin sósu,og rauðu chilli sósuni.. Hrærið allt vel saman svo að allt blandist vel,.
Skellið svo púrrlauknum útá.

Vollaaahh :)
Borið framm með hrísgrjónum og súrsætri sósu, ekki er verra að eiga homemade kínarúllur með þessu ;)



Þæginleg og góð kjúlla súpa

4-5 kjúklingabringur, skornar í teninga
1 lítill blómkálshaus og 1 lítill brokkolíhaus (hægt að kaupa saman í pakka í Bónus)
1 dósLite kókosmjólk
1 dós mild salsasósa
1/2 dós medium salsasósa
1 stór laukur
2 hvítlauksgeirar
1/2 dós tómatpúrra
1 1/2 líter vatn
Allt skorið niður og sett í pott og látið sjóða í klukkutíma
Mjúkir kanilsnúðar - geggjað góðir

850 g hveiti
100 g sykur
150 g smjörlíki
5 dl volg mjólk
1 tsk salt
50 g pressuger eða 5 tsk þurrger

Volg mjólk sett í hrærivélarskál - þar í 1 tsk sykur og gerið.

Smjörlíkið brætt og þurrefnin viktuð. Þurrefnum og smjörlíki bætt út í þegar gerið er byrjað að freyða í skálinni. Deigið hnoðað látið lyfta sér í 40-60 mín - flatt út, penslað með bræddu smjörlíki og kanilsykri stráð yfir. Skorið niður og snúðarnir bakaðir við 200 - 220° í ca 10 mín.
Oreo-ostakaka


1 bolli flórsykur
200 gr rjómaostur
1 bolli nýmjólk
1 pakki Royal vanillubúðingur
1 tsk vanilludropar
1 peli rjómi
24 Oreokexkökur

Byrjið á að hræra saman 1 bolla flórsykri og 200 gr rjómaosti.

Hrærið saman í annarri skál 1 bolla nýmjólk, 1 pakka Royal vanillubúðing og 1 tsk af vanilludropum.
Þeytið einn pela rjóma og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við rjómann.
Myljið 24 Oreokexkökur mjög vel (alveg í duft).

Skiptist svo á að setja í form hvítt mauk og kexduftið. Byrjið á því hvíta og endið á því dökka, ca. 2-3 lög af hvoru.
Tælenskar kínarúllur.

Vefjur (eins margar og þú ættlar að gera,oftast 30 í pakka)
(grænmetið sem er í uppskriftini hér þarf ekki að fara allt saman í rúllurnar,þið ráðið sjálf hvað þið viljið inní ykkar rúllur)

Hvítkál
Gulrætur
Svínahakk eða kjúklingahakk
púrrulaukur
Soya sósa-ostrusósa
Salt og pipar
Baunaspírur
Glærar núðlur
Rosdee kjúkl-eða svínakrydd

Hvítkál,gulrætur og púrrulaukur,saxað mjög smátt niður.
Hakkið er steikt á pönnu,kryddað með salt og pipar og einni msk af rosdee kryddi(má sleppa)
Smá slettu af ostru sósu og soya sósu skellt útá.
Þegar hakkið er steikt og tilbúið er það látið kólna alveg.
Glæru núðlurnar eru settar í vatn og eldaðar eins og stendur á pakkanum(misjafnt eftir gerð)

Síðan blanda ég saman grænmetinu og hakkinu og núðlunum og set í rúllu og vef upp :)

ÆÐI með hrísgrjónum og súrsætri sósu ;)
Yndis sveppasósa

4-6 meðalstórir sveppir, ferskir
Smjör til steikingar
1-2 dl. Vatn
½ líter rjómi
1 stk.gráðostur eða smurostur
1 stk. Svínakjötskraftur frá Knorr


Steikið sveppina upp úr smjörinu, setjið svo vatnið yfir þá og látið sjóða í u. þ. b. 1-2 mín, setjið kraftinn og ostin út í og leifið að malla í 2-4 mín. Rjómanum er svo bætt út í en má ekki sjóða.

Krakkabollur


400gr. hakk
1 mosarella ostapoki
1 ritzkexpakki
1 egg
season all eftir smekk

Allt blandað saman, búnar til litlar bollur.
Steikt á pönnu og sett í eldfast mót.