Wednesday, April 18, 2012


Grænmetis Lasagne!!


1 stór laukur
2 rif hvítlaukur
200 gr brokkál eða gulrætur
200 gr paprika
250 gr sveppir
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk tómatkraftur (ca ein lítil dós)
1,5 dl grænmetissoð (grænmetistengingur leystur upp í volgu vatni)
krydd (salt, pipar, cayennpipar, oregano, majoran, og lítið af tímian)
Lasagneblöð
kotasæla (má sleppa)
parmesan ostur (duft)
rifinn mozzarellaostur (má vera venjulegur)
Aðferð:
Grænmetissósa búin til með því að steikja fínskorið grænmetið í matarolíu við vægann hita. Kryddið í steikingunni.
Bætið í niðursoðnum og skornum tómötunum og tómatkrafti. Bætið í grænmetissoði og látið krauma í smá stund (ca 5-10mín). Setjið grænmetissósu og lasagneblöð til skiptis í smurt eldfast mót. Kotasæla er sett á stökum stað með teskeið ofan á grænmetissósuna áður en lasagnablöð eru lögð ofan á. Stráið einnig parmesanosti yfir grænmetissósuna á milli lasagnablaða. Lokið forminu með álpappír og bakið í ofni í 30mínútur við 180°C. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15mínútur án álpappírs.

No comments:

Post a Comment