Tælenskar núðlur
Núðlur
1.tsk sesamolía
2.tsk venjuleg olía
1.tsk hakkaður hvítlaukur
1.tsk hakkað engifer
1.lítill skorin laukur
1.stór gulrót skorin í lengjur(gott að nota bara rifjárn)
1 og hálfur bolli Hvítkál rifið niður
1.paprika
baby corn 8 lítil
1-2 egg
Hálf tsk svartur pipar
2.tsk soya sósa
1.tsk hvítt edik
Hoisin souse 1-2 tsk
Red Chilli Sauce (Sambal)-1tsk
Púrrlaukur
Núðlurnar eru eldaðar eftir leiðbeningum á pakka ( mér finnst best að nota eggjanúðlur)
Skolaðar með köldu vatni og 1.tsk af sesamolíu blandað saman við þær.
2 tsk af olíu eru hitaðar á háum hita,Hvítlauknum og engiferinu er blandað saman á pönnuna og steikt í 30 sek.
Næst laukur, og steikt í 30 sek. Bætið gulrótunum útá og leifið þeim að steikjast aðeins.
Bæta útá hvítkáli,papriku,og baby corns..leyfið að malla í ca 1.mín.
ýtið grænmetinu til hliðar á pönnuni og gerið smá pláss öðru megin, skellið þar einu eggi og steikið og hrærið í því þar til það er tilbúið og blandið því svo saman við grænmetið.
Kryddið með svörtum pipar
Bætið við edikinu,soya sósuni,hoisin sósu,og rauðu chilli sósuni.. Hrærið allt vel saman svo að allt blandist vel,.
Skellið svo púrrlauknum útá.
Vollaaahh :)
Borið framm með hrísgrjónum og súrsætri sósu, ekki er verra að eiga homemade kínarúllur með þessu ;)
No comments:
Post a Comment